18.desember – Opin aðventuheimsókn sóknarbarna í Ástjarnarkirkju klukkan 18:00

Event details

  • 18. desember, 2018
  • 18:00
  • Kirkjuvellir 1, 221 Hafnarfjörður.

Þriðjudaginn 18.desember klukkan 18:00 ætla prestar, tónlistarstjóri og annað starfsfólk Ástjarnarkirkju að bjóða sóknarbörnum sínum í aðventuheimsókn í sóknarkirkjuna sína.

Stundin verður byggð upp í anda gömlu góðu litlu-jóla skólanna. Börn og fjölskyldur þeirra eru boðin velkomin í Ástjarnarkirkju þar sem prestarnir munu taka á móti gestum og segja frá atburðum jólahátíðarinnar. Jóla-samsöngur verður síðan undir dyggri stjórn tónlistarstjórans Keith Reed.  Að lokum verður hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og piparkökum.

Ástjarnarkirkja hlakkar til að taka á móti sem flestum.