Hausthátíð Ástjarnarkirkju 6. september kl. 11:00

Hausthátíð Ástjarnarkirkju markar formlegt upphaf vetrarstarfs safnaðarins. Hún er orðin að fastri hefð. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 sem starfsfólk kirkjunnar annast. Að lokinni guðsþjónustu verður kynning á hinum ýmsu starfsgreinum safnaðarins og hægt verður að skrá þátttöku. Jón Víðist töframaður mun sýna töfrabrögð og síðan hefst Ástjarnarkirkjuhlaupið þar...

Continue reading

Unglingagospelkór hefst 28. september 2015

Unglingagospelkór Ástjarnarkirkju æfir á mánudögum kl. 16:00 – 17:00 Hugmyndin er sprottin af því að Áslaug Helga stjórnandi kórsins sá um tónlist á fermingarnámskeiðum nú á haustdögum.  Fermingarhópurinn var einstaklega duglegur að taka undir í söng og hafði gaman að. Stofnun unglingakórs er því ný viðbót við safnaðarstarf Ástjarnarkirkju.  Unglingakórinn...

Continue reading

Guðsþjónusta 30. ágúst kl. 11:00 í Ástjarnarkirkju

Guðsþjónusta næsta sunnudags, 30. ágúst kl. 11:00, verður í kirkjunni okkar (ekki í Haukaheimilinu eins og auglýst var í Fjarðarpóstinum). Kór kirkjunnar syngur, ferskur eftir sumarfríið undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar, Sigurður Þórisson kirkjuvörður og meðhjálpari annast tæknimál og Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Hressing og samfélag...

Continue reading

Starfið hefst aftur

Þá er komið að því að starfið hefjist hjá okkur eftir sumarfrí og verður fyrsta messa vetrarins haldin í Haukaheimilinu sunnudaginn 23.ágúst kl.11:00. Fermingarbörn og foreldrar eru sérstaklega velkomin. Sérstakur gestur verður söngkonan Áslaug Helga Hálfdánardóttir og um undirleik sér Matthías Baldursson tónlistarstjóri kirkjunnar. Sr.Kjartan Jónsson leiðir stundina. Allir hjartanlega velkomnir...

Continue reading

Ekkert helgihald í júlí – Gleðilegt sumar

Ástjarnarkirkja verður lokuð í júlí. Fyrsta guðsþjónusta eftir sumarfrí verður sunnudaginn 23. ágúst kl. 11:00. Sóknarpresturinn, sr. Kjartan Jónsson verður með viðtalstíma eins og venjulega á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 10-12.

Continue reading

Hjólreiðamessa 14. júní hefst í Ástjarnarkirkju kl. 10:00

Árleg hjólreiðamessa safnaðanna í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldin 14. júní. Einn liður messunnar verður í hverri kirkju og einn sálmur sunginn. Prestur staðarins segir í örstuttu máli frá sinni kirkju. Síðan verður hjólað til næstu kirkju en vegalengdirnar eru yfirleitt stuttar. Mikil ánægja hefur verið með messurnar undan farin...

Continue reading

Gospelguðsþjónusta 31. maí kl. 20:00

Síðasta gospelguðsþjónusta þessa starfsárs verður sunnudaginn 31. maí kl. 20:00. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Sr. Úrsúla Árnadóttir stjórnar stundinni og flytur hugleiðingu. Þar sem kórinn er á leið í söngferð til Dublinar í næstu viku mun hann syngja meira en venjulega sem upphitun fyrir ferðina.

Continue reading

Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 11:00

Hátíðarmessa verður í kirkjunni á hvítasunnudag kl. 11:00. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra. Meðhjálpari verður Sigurður Þórisson og prestur sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading

Vorhátíð Ástjarnarkirkju 17. maí kl. 11

Árleg Vorhátíð Ástjarnarkirkju verður haldin sunnudaginn 17. maí kl. 11. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Matthíasar tónlistarstjóra. Bryndís, Fríða og Heiða annast fræðslu og sr. Kjartan stjórnar stundinni. Á eftir guðsþjónustu verður boðið upp á hoppukastala og grillaðar pylsur. Allir hjartanlega velkomnir!

Continue reading