Hjólreiðamessa 14. júní hefst í Ástjarnarkirkju kl. 10:00

Árleg hjólreiðamessa safnaðanna í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldin 14. júní. Einn liður messunnar verður í hverri kirkju og einn sálmur sunginn. Prestur staðarins segir í örstuttu máli frá sinni kirkju. Síðan verður hjólað til næstu kirkju en vegalengdirnar eru yfirleitt stuttar. Mikil ánægja hefur verið með messurnar undan farin...

Continue reading

Gospelguðsþjónusta 31. maí kl. 20:00

Síðasta gospelguðsþjónusta þessa starfsárs verður sunnudaginn 31. maí kl. 20:00. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Sr. Úrsúla Árnadóttir stjórnar stundinni og flytur hugleiðingu. Þar sem kórinn er á leið í söngferð til Dublinar í næstu viku mun hann syngja meira en venjulega sem upphitun fyrir ferðina.

Continue reading

Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 11:00

Hátíðarmessa verður í kirkjunni á hvítasunnudag kl. 11:00. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra. Meðhjálpari verður Sigurður Þórisson og prestur sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading

Vorhátíð Ástjarnarkirkju 17. maí kl. 11

Árleg Vorhátíð Ástjarnarkirkju verður haldin sunnudaginn 17. maí kl. 11. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Matthíasar tónlistarstjóra. Bryndís, Fríða og Heiða annast fræðslu og sr. Kjartan stjórnar stundinni. Á eftir guðsþjónustu verður boðið upp á hoppukastala og grillaðar pylsur. Allir hjartanlega velkomnir!

Continue reading

Gídeonfélagið kynnt 22. mars

Fulltrúar Gídeonfélagsins verða gestir í guðsþjónustu 22. mars kl. 11:00 og munu kynna starf þess. Lofgjörðarhópur kirkjunnar syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Sr. Kjartan Jónsson stjórnar stundinni. Á sama tíma verður gulur dagur í sunnudagaskólanum í aðdraganda páska. Heitt á könnunni á eftir og síðan aðalsafnaðarfundur í beinu framhaldi...

Continue reading

Æskulýðsdagurinn, gospelmessa í Haukaheimilinu kl. 20:00

Gospelguðsþjónusta kl. 20:00 í Haukaheimilinu Kór Ástjarnarkirkju syngur við undirleik húsbandsins undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Bryndís Svavarsdóttir æskulýðsfulltrúi kirkjunnar flytur hugleiðingu og sr. Kjartan Jónsson stjórnar stundinni. Skyldumæting hjá fermingarbörnum.

Continue reading

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 1. mars, krúttmessa kl. 11:00

Það verður mikið um dýrðir í Ástjarnarkirkju í tilefni af deginum. Krúttmessa kl. 11:00 Allar deildir barnastarfsins, sunnudagaskólinn, Kirkjuprakkararnir og 10-12 ára börnin, sameina krafta sína í þessari messu. Hólmfríður S. Jónsdóttir og Bryndís Svavarsdóttir sjá um stundina. Hressing og gott samfélag á eftir.

Continue reading

Bolluhátíð í sunnudagaskólandum kl. 11 og gospelguðsþjónusta kl. 20

Þar sem fastan er að hefjast verður bolluhátíð í sunnudagaskólanum sunnudaginn 15. febrúar kl. 11:00. Kötturinn verður sleginn úr kassanum og kirkjugestir gæða sér á bollum með rjóma. Hólmfríður og Bryndís sjá um fræðslu og leiða sönginn. Kl. 20:00 verður gospelguðsþjónusta þar sem sungin verður nýrri tegund tónlistar. Kór Ástjarnarkirkju...

Continue reading