Messa og sunnudagaskóli 10. janúar kl. 11:00

Fyrsta messan 2016 verður sunnudaginn 10. janúar kl. 11:00. Kór kirkjunnar mun syngja undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Sigurður Þórisson verður meðhjálpari og prestur Kjartan Jónsson. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur.

Continue reading

Kirkjuhlaup Hauka 2015

Árlegt kirkjuhlaup Hauka var haldið á annan í jólum í Ástjarnarkirkju. Það var betur sótt en nokkru sinni fyrr og vel á annað hundrað manns tóku þátt og komust færri að en vildu inn í kirkjuna. Þar var haldin helgistund áður en haldið var í hlaupið. Í lok hennar var...

Continue reading

Dagskrá kirkjunnar í desember

29.nóvember (fyrsti sunnud.í aðventu) – Messa kl.11:00 Fyrsti sunnud.í aðventu. Messa kl.11:00 í Ástjarnarkirkju. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar Baldurssonar. Sr.Hulda Hrönn Helgadóttirleiðir stundina. Kaffi og með því eftir stundirnar. Allir hjartanlega velkomnir. 29. nóvember – Jólaföndur sunnudagaskólans kl.11:00 Hið árlega jólaföndur sunnudagaskólans þar sem gestum gefst kostur á að undirbúa komu...

Continue reading

Byggingarmessa og fyrsta skóflustunga 15. nóvember kl. 11

Byggingarmessa verður haldin í Ástjarnarkirkju kl. 11:00 í tilefni af því að byggingarframkvæmdir að nýju safnaðarheimili eru að hefjast. Kór Ástjarnarkirkju mun syngja undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Fulltrúar sóknarnefndar og byggingarnefndar lesa ritningarlestra, sr. Þórhildur Ólafs, prófastur Kjalarnessprófastsdæmis prédikar, Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir altari og meðhjálpari verður Sigurður...

Continue reading

Safnaðarheimili Ástjarnarkirkju verður reist

Stór var dagur í sögu Ástjarnarkirkju miðvikudaginn 21. október þegar sóknarnefndin samþykkti einróma að taka tilboði S. Þ. verktaka í byggingu safnaðarheimilis kirkjunnar. Þetta er stórt skref til framtíðar og mun skapa starfi safnaðarins verðuga umgjörð. Byggingarframkvæmdirnar hefjast fljótlega. Fyrsta skóflustunga verður tekin við hátíðlega athöfn eftir guðsþjónustu 15. nóvember.

Continue reading

Hausthátíð Ástjarnarkirkju 6. september kl. 11:00

Hausthátíð Ástjarnarkirkju markar formlegt upphaf vetrarstarfs safnaðarins. Hún er orðin að fastri hefð. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 sem starfsfólk kirkjunnar annast. Að lokinni guðsþjónustu verður kynning á hinum ýmsu starfsgreinum safnaðarins og hægt verður að skrá þátttöku. Jón Víðist töframaður mun sýna töfrabrögð og síðan hefst Ástjarnarkirkjuhlaupið þar...

Continue reading

Unglingagospelkór hefst 28. september 2015

Unglingagospelkór Ástjarnarkirkju æfir á mánudögum kl. 16:00 – 17:00 Hugmyndin er sprottin af því að Áslaug Helga stjórnandi kórsins sá um tónlist á fermingarnámskeiðum nú á haustdögum.  Fermingarhópurinn var einstaklega duglegur að taka undir í söng og hafði gaman að. Stofnun unglingakórs er því ný viðbót við safnaðarstarf Ástjarnarkirkju.  Unglingakórinn...

Continue reading

Guðsþjónusta 30. ágúst kl. 11:00 í Ástjarnarkirkju

Guðsþjónusta næsta sunnudags, 30. ágúst kl. 11:00, verður í kirkjunni okkar (ekki í Haukaheimilinu eins og auglýst var í Fjarðarpóstinum). Kór kirkjunnar syngur, ferskur eftir sumarfríið undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar, Sigurður Þórisson kirkjuvörður og meðhjálpari annast tæknimál og Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Hressing og samfélag...

Continue reading

Starfið hefst aftur

Þá er komið að því að starfið hefjist hjá okkur eftir sumarfrí og verður fyrsta messa vetrarins haldin í Haukaheimilinu sunnudaginn 23.ágúst kl.11:00. Fermingarbörn og foreldrar eru sérstaklega velkomin. Sérstakur gestur verður söngkonan Áslaug Helga Hálfdánardóttir og um undirleik sér Matthías Baldursson tónlistarstjóri kirkjunnar. Sr.Kjartan Jónsson leiðir stundina. Allir hjartanlega velkomnir...

Continue reading

Ekkert helgihald í júlí – Gleðilegt sumar

Ástjarnarkirkja verður lokuð í júlí. Fyrsta guðsþjónusta eftir sumarfrí verður sunnudaginn 23. ágúst kl. 11:00. Sóknarpresturinn, sr. Kjartan Jónsson verður með viðtalstíma eins og venjulega á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 10-12.

Continue reading