Fjölskylduguðsþjónusta 5. nóvember kl. 11:00

Það verður skemmtileg fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni 5. nóvember kl. 11:00. Báðir kórar safnaðarins, barnakórinn og kirkjukórinn, munu syngja undir stjórn Keiths Reed. Fræðslan verður í umsjá Hólmfríðar S. Jónsdóttur og Arnórs Bjarka Blomsterberg. Sr. Kjartan Jónsson stjórnar stundinni. Gott samfélag og hressing á eftir.

Continue reading

Bleik messa 15. október kl. 11:00

Í til efni af degi bleiku slaufunnar, átaks Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum kvenna verður messan 15. október tileinkuð þessu málefni. Kór kirkjunnar mun syngja undir stjórn Keiths Reed, sr. Kjartan Jónsson prédika og þjóna fyrir altari með aðstoð Sigurðar Þórissonar meðhjálpara. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sama tíma.

Continue reading

Mikill gleðidagur

Biskup Íslands, frá Agnes M. Sigurðardóttir, vígði nýtt safnaðarheimili Ástjarnarsóknar sunnudaginn 8. október. Þetta var mikill gleðidagur og fljölmenni var í messunni. Guðni Gíslason ritstjóri Fjarðarfrétta tók fínar myndir sem gefur að líta á vef blaðsins. Hægt er að sjá þær á Fésbókarsíðu Ástjarnarkirkju.

Continue reading

24. september: Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

Sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur stjórnar messunni. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Keiths Reed. Sigurður Þórisson verður meðhjálpari. Sunnudagakóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading

Ástjarnar-Church in Hafnarfjörður offers a course in Icelandic twice a week this fall. Classes will be on Wednesdays and Thusdays at 19:30-21:00 every week for 13 weeks, starting on 13th of September 2017. The course is free. Place: Ástjarnarkirkja, Kirkjuvellir 1, 221 Hafnarfjörður. Registering: kjartan.jonsson@kirkjan.is.

Continue reading

Íslenskunámskeið fyrir útlendinga

Ástjarnarkirkja í Hafnarfirði býður upp á ókeypis íslenskunámskeið fyrir útlendinga, nýbúa og flóttamenn. Kennt verður á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 19:30 – 21:00. námskeiðið hefst 13. september. Staður: Ástjarnarkirkja, Kirkjuvöllum 1, 221 Hafnarfirði. Skráning: kjartan.jonsson@kirkjan.is.

Continue reading

Hausthátíð Ástjarnarkirkju 3. september kl. 11:00

Vetrarstarf Ástjarnarkirkju hefst með árlegri hausthátíð sunnudaginn 3. september kl. 11:00 í nýju kirkjunni okkar. Hátíðin hefst með léttri fjölskylduguðsþjónustu. Á eftir henni verður boðið upp á ýmislegt góðgæti. Allar starfsgreinar kirkjunnar verða kynntar. Sr. Pétur Þorsteinsson galdraprestur kemur í heimsókn og sýnir töfrabrögð Allir velkomnir, ungir sem eldri.

Continue reading