Messa og sunnudagaskóli 21. janúar kl. 11:00

Messa og sunnudagaskóli verða í kirkjuni eins og venjulega kl. 11:00 Árni Heiðar Karlsson mun leysa Keith Reed af sem tónlistarstjóri. Á eftir messu verður stuttur fundur með foreldrum fermingarbarna. Í sunnudagaskólanum munu Fríða og Dísa fjalla um Jósef, skikkjuna hans og öfundsjúku bræðurna. Djús og dund á eftir.

Continue reading

Aðventuhátíð 10. desember kl. 11:00

Árleg aðventuhátíð Ástjarnarkirkju verður sunnudaginn 10. desember kl. 11:00. Báðir kórar kirkjunnar, kirkjukórinn og barnakórinn syngja. Barnakórin flytur söngleikurinn Draumur trjánna en lögin eru eftir tónlistarstjóra kirkjunnar Keith Reed. Sögumaður er Björgvin Franz Gíslason leikari. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading

Leikrit um Lúther í Ástjarnarkirkju 2. des. kl. 16:00

Laugardaginn 2. desember kl. 16:00 mun Stoppleikhópurinn sýna nýtt leikrit um Lúther í Ástjarkirkju. Verkið fjallar um æskuár Lúthers og hvers vegna hann setti fram gagnrýni á kaþólsku kirkjuna sem á þeim tíma þótti óhugsandi. Valgeir Skagfjörð er höfundur leikritsins og leikstjóri. Leikritið er ætlað fullorðnum og eldri börnum tekur...

Continue reading

Leonard Cohen messa 26. nóvember kl. 17:00

Það er skemmtileg nýbreytni að geta boðið upp á messu með lögum Leonards Cohens. Hann mörgum að góðu kunnur fyrir sín vinsælu lög eins og t.d. Hallelujah. Kór kirkjunnar syngur lögin undir stjórn Keiths Reed og hljómsveitar sem skipa auk hans Greta Salóme sem leikur á fiðlu, Þorbergur Ólafsson á...

Continue reading

Kristniboðsmessa 12. nóvember kl. 11:00

Annar sunnudagur í nóvember ár hvert er kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar. Í tilefni af því mun Kristján Þór Sverrisson kristniboði prédika í messunni sunnudaginn 12. nóvember kl. 11:00 og segja frá starfi Kristniboðssambandsins. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma eins og venjulega undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur.

Continue reading