Aðventuhátíð 10. desember kl. 11:00

Árleg aðventuhátíð Ástjarnarkirkju verður sunnudaginn 10. desember kl. 11:00. Báðir kórar kirkjunnar, kirkjukórinn og barnakórinn syngja. Barnakórin flytur söngleikurinn Draumur trjánna en lögin eru eftir tónlistarstjóra kirkjunnar Keith Reed. Sögumaður er Björgvin Franz Gíslason leikari. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading

Leikrit um Lúther í Ástjarnarkirkju 2. des. kl. 16:00

Laugardaginn 2. desember kl. 16:00 mun Stoppleikhópurinn sýna nýtt leikrit um Lúther í Ástjarkirkju. Verkið fjallar um æskuár Lúthers og hvers vegna hann setti fram gagnrýni á kaþólsku kirkjuna sem á þeim tíma þótti óhugsandi. Valgeir Skagfjörð er höfundur leikritsins og leikstjóri. Leikritið er ætlað fullorðnum og eldri börnum tekur...

Continue reading

Leonard Cohen messa 26. nóvember kl. 17:00

Það er skemmtileg nýbreytni að geta boðið upp á messu með lögum Leonards Cohens. Hann mörgum að góðu kunnur fyrir sín vinsælu lög eins og t.d. Hallelujah. Kór kirkjunnar syngur lögin undir stjórn Keiths Reed og hljómsveitar sem skipa auk hans Greta Salóme sem leikur á fiðlu, Þorbergur Ólafsson á...

Continue reading

Kristniboðsmessa 12. nóvember kl. 11:00

Annar sunnudagur í nóvember ár hvert er kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar. Í tilefni af því mun Kristján Þór Sverrisson kristniboði prédika í messunni sunnudaginn 12. nóvember kl. 11:00 og segja frá starfi Kristniboðssambandsins. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma eins og venjulega undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur.

Continue reading

Fjölskylduguðsþjónusta 5. nóvember kl. 11:00

Það verður skemmtileg fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni 5. nóvember kl. 11:00. Báðir kórar safnaðarins, barnakórinn og kirkjukórinn, munu syngja undir stjórn Keiths Reed. Fræðslan verður í umsjá Hólmfríðar S. Jónsdóttur og Arnórs Bjarka Blomsterberg. Sr. Kjartan Jónsson stjórnar stundinni. Gott samfélag og hressing á eftir.

Continue reading

Bleik messa 15. október kl. 11:00

Í til efni af degi bleiku slaufunnar, átaks Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum kvenna verður messan 15. október tileinkuð þessu málefni. Kór kirkjunnar mun syngja undir stjórn Keiths Reed, sr. Kjartan Jónsson prédika og þjóna fyrir altari með aðstoð Sigurðar Þórissonar meðhjálpara. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sama tíma.

Continue reading

Mikill gleðidagur

Biskup Íslands, frá Agnes M. Sigurðardóttir, vígði nýtt safnaðarheimili Ástjarnarsóknar sunnudaginn 8. október. Þetta var mikill gleðidagur og fljölmenni var í messunni. Guðni Gíslason ritstjóri Fjarðarfrétta tók fínar myndir sem gefur að líta á vef blaðsins. Hægt er að sjá þær á Fésbókarsíðu Ástjarnarkirkju.

Continue reading

24. september: Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

Sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur stjórnar messunni. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Keiths Reed. Sigurður Þórisson verður meðhjálpari. Sunnudagakóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading