Rótarýdagurinn 24. og Rótarýmessa 25. febrúar kl. 11

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar heldur árlega Rótarýdaginn og býður þá upp á ýmis konar dagskrá. Að þessu sinni ber daginn upp á 24. febrúar og þá verður dagskrá og listaverkasýning í Ástjarnarkirkju á verkjum klúbbfélaga. Daginn eftir, 25. febrúar verður Rótarýmessa sem verður hefðbundin í sniði en Rótarýfélagar lesa ritningarlestra og bænir...

Continue reading

Messa og sunnudagaskóli 18. febrúar kl. 11

Hefðbundin messa verður kl. 11 sunnudaginn 18. febrúar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Keiths Reed. Prestur verður sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir og meðhjálpari Sigurður Þórisson. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur.

Continue reading

Tónlistarmessa: Ljós í myrkri 11. febrúar

Sunnudaginn 11. febrúar verður áhersla lögð á tónlist í messunni kl. 11:00. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Við viljum að sem flestir fái notið stundarinnar með okkur. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading

Fjölskylduguðsþjónust sunnudaginn 4. febrúar

Fjölskylduguðsþjónusta verður 4. febrúar kl. 11. Kór kirkjunnar syngur ásamt börnum úr barnakórnum undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Hólmfríður S. Jónsdóttir sunnudagaskólakennari annast fræðslu. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. Foreldrar, ömmur og afar eru hvattir til að mæta með börnin í fjölskyldunni.

Continue reading

Messa og sunnudagaskóli 21. janúar kl. 11:00

Messa og sunnudagaskóli verða í kirkjuni eins og venjulega kl. 11:00 Árni Heiðar Karlsson mun leysa Keith Reed af sem tónlistarstjóri. Á eftir messu verður stuttur fundur með foreldrum fermingarbarna. Í sunnudagaskólanum munu Fríða og Dísa fjalla um Jósef, skikkjuna hans og öfundsjúku bræðurna. Djús og dund á eftir.

Continue reading