Sr. Arnór Bjarki settur í embætti í Kálfatjarnarkirkju 11. nóvember kl. 11:00

Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg nýr prestur í Tjarnaprestakalli (Ástjarnarkirkja og Kálfatjarnarkirkja) verður settur formlega í embætti prests í prestakallinu 11. nóvember kl. 11:00. Messan verður í Kálfatjarnarkirkju en síðan verður veislukaffi á eftir. Það er mikið fagnaðarefni og langþráður draumur að fá viðbótarprest í þetta fjölmenna prestakall. Öll sóknarbörn Ástjarnarsóknar...

Continue reading

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 21. október kl. 11:00

Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson sóknarprestur emeritus mun annast guðsþjónustuna þennan dag. Ásamt honum munu báðir kórar kirkjunnar, barnakórinn og kirkjukórinn, syngja undir stjórn Keiths Reed. Sunnudagaskóli verður á sama tíma undir stjórn Bjarka Geirdal Guðfinnssonar. Hressing og samfélag á eftir. Sr. Arnór Bjarki er á haustmóti æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar austur á

Continue reading

Messa og sunnudagaskóli 16. september kl. 11:00

Kór Ástjarnarkirkju mun syngja í messunni sunnudaginn 16. september undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Prestur verður sr. Kjartan Jónsson. Fermingarbörn og aðstandendur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin. Hressing og samfélag á eftir. Stuttur fundur um fermingarstörfin á eftir. Sunnudagaskólin verður á sama tíma. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og Bjarki Geirdal...

Continue reading

messa 9. september kl. 11:00

Sunnudaginn 9. september verður messa kl. 11:00 Kór kirkjunnar mun syngja undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Prestur er Sr. Kjartan Jónsson. Við fögnum fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Bjarka Geirdals Guðfinnssonar. Hressing og gott samfélag á eftir.

Continue reading

Starf haustmisseris er hafið

Starf haustmisseris Ástjarnarkirkju er hafið. Það hófst með fermingarnámskeiði í ágúst. Fyrsta messan var 2. september en þá var nýr prestur sr. Arnór Bjarki Blomsterberg boðinn velkominn starfa. Nýr starfsmaður í sunnudagaskóla tók til starfa þennan dag, Bjarki Geirdal Guðfinnsson guðfræðinemi. Unglingastarfið hófst mánudaginn 3. september en unglingarnir hittast á...

Continue reading

Helgistund 17. júní kl. 11:00

Helgistund verður í kirkjunni kl. 11:00 á 17. júní. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Arnór Bjarki Blomsterberg guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi Ástjarnarkirkju leiðir stundina og prédikar. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading

Hjólreiðamessa 24. júní kl. 10 – 12:20

Eins og undanfarin ár bjóða Þjóðkirkjusöfnuðirnir í Hafnarfirði og Garðabæ upp á sameiginlega hjólreiðamessu sunnudaginn 24. júní. Messan hefst samtímis í Ástjarnarkirkju og Vídalínskirkju. Allir eru hvattir til að taka þátt. Þetta er upplagður hjólatúr fyrir fjölskylduna. Dagskráin er svona: kl. 10:00 Ástjarnarkirkja. Upphafsbæn – sálmur kl. 10:00 Vídalínskirkja. Upphafsbæn...

Continue reading