Æskulýðsdagurinn, gospelmessa í Haukaheimilinu kl. 20:00

Gospelguðsþjónusta kl. 20:00 í Haukaheimilinu Kór Ástjarnarkirkju syngur við undirleik húsbandsins undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Bryndís Svavarsdóttir æskulýðsfulltrúi kirkjunnar flytur hugleiðingu og sr. Kjartan Jónsson stjórnar stundinni. Skyldumæting hjá fermingarbörnum.

Continue reading

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 1. mars, krúttmessa kl. 11:00

Það verður mikið um dýrðir í Ástjarnarkirkju í tilefni af deginum. Krúttmessa kl. 11:00 Allar deildir barnastarfsins, sunnudagaskólinn, Kirkjuprakkararnir og 10-12 ára börnin, sameina krafta sína í þessari messu. Hólmfríður S. Jónsdóttir og Bryndís Svavarsdóttir sjá um stundina. Hressing og gott samfélag á eftir.

Continue reading

Bolluhátíð í sunnudagaskólandum kl. 11 og gospelguðsþjónusta kl. 20

Þar sem fastan er að hefjast verður bolluhátíð í sunnudagaskólanum sunnudaginn 15. febrúar kl. 11:00. Kötturinn verður sleginn úr kassanum og kirkjugestir gæða sér á bollum með rjóma. Hólmfríður og Bryndís sjá um fræðslu og leiða sönginn. Kl. 20:00 verður gospelguðsþjónusta þar sem sungin verður nýrri tegund tónlistar. Kór Ástjarnarkirkju...

Continue reading

Tímamót í Ástjarnarsókn

Tímamót urðu í sögu Ástjarnarsóknar í dag, fimmtudaginn 5. febrúar, þegar Geir Jónsson formaður sóknarnefndar og Þorvarður Lárus Björgvinsson framkvæmdastjóri Arkís arkitekta, undirrituðu samning um hönnun safnaðarheimlis. Viðstaddir voru fulltrúar byggingarnefndar, sóknarprestur og Björn Guðbrandsson hönnuður vinningstillögu hönnunarsamkeppni kirkjunnar. Á myndinni handsala Geir formaður og Björn hönnuður samninginn með Þorvarð...

Continue reading

Sr. Kjartan er í fríi til 26. janúar

Sr. Kjartan Jónsson sóknarprestur Ástjarnarsóknar verður í fríi til 26. janúar. Þeim sem þurfa á þjónustu prests að halda er bent á sr. Halldór Reynisson settan sóknarprest Víðistaðasóknar. Síminn hjá honum er 824 1282

Continue reading

Safnaðarheimili Ástjarnarkirkju

Fimmtudagurinn 11. desember var mikill gleðidagur í Ástjarnarkirkju og verður lengi í minnum hafður.Þá voru þrjár af 11 tillögum sem bárust í samkeppni um hönnun safnaðarheimilis fyrir söfnuðinn og umhverfis þess verðlaunaðar. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar og fulltrúar úr bæjarstjórn og frá ýmsum stofnunum bæjarins voru viðstaddir ásamt prestum í kirkjum Hafnarfjarðar, vinningshöfum, sóknarnefnd Ástjarnarkirkju, byggingarnefnd, dómnefnd...

Continue reading

Engin messa 4. janúar – næsta messa 11. janúar

Ekkert helgihald verður í Ástjarnarkirkju 4. janúar. Fyrsta guðsþjónusta ársins verður sunnudaginn 11. janúar kl. 11:00 Þá fer sunnudagaskólinn í gang. Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir mun annast messuna einnig næstu tvær (18. og 25. janúar) en sóknarpresturinn verður í fríi til 26. janúar.

Continue reading

Dagskrá Ástjarnarkirkju um jólin

Sunnudagaskóli 21. desember kl. 11:00 Jólin og boðskapur þeirra verða í fyrirrúmi. Mikið verður sungið og í lok stundarinnar verður kíkt í poka jólasveinsins. Umsjón Bryndísar Svavarsdóttir og Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir. Gospelmessa 21. desember kl. 20:00 Síðasta gospelmessa ársins verður í Ástjarnarkirkju sunnudaginn 21. desember kl....

Continue reading