Í vetur mun hefðbundið barna- og æskulýðsstarf Ástjarnarkirkju fara fram á mánudögum. Eins og venjulega verður börnunum skipt í tvo aldurshópa; sex til níu ára annars vegar og tíu til tólf ára hins vegar.

  • 6-9 ára: mánudagar klukkan 13:45 – 14:45
  • 10-12 ára: mánudagar klukkan 15:00 – 16:30

Barnastarfið í ár mun fylgja dagatali skólanna í sókninni að því leyti að í vetur mun Ástjarnarkirkja bjóða upp á þá nýjung að á frídögum skólanna (foreldraviðtalsdagar, skipulagsdagar, vetrarfrí) mun kirkjan bjóða upp á barnastarf allan daginn. Teljum við þetta ágæta viðbót við þau úrræði sem eru þegar í boði. Eins ætti þetta að veita foreldrum aukinn sveigjanleika til að sækja vinnu og þurfa ekki að taka auka frídaga. Þetta fyrirkomulag og skráning á þessa daga verður auglýst sérstaklega síðar.

Barna- og æskulýðsstarfið er í boði fyrir alla, óháð trúfélagsaðild. Þó ber að undirstrika að efnið sem er unnið með er byggt á kristnum grunni. Þar eru helstu útgangspunktar: kærleikur, mannvirðing og systkinaþel.

Umsjón með starfinu hafa Arnór Bjarki Blomsterberg, guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi Ástjarnarkirkju og Valdís Ólöf Jónsdóttir kennari.