Það er sunnudagaskóli kl. 11:00 alla sunnudaga fram á vor. Fyrsti sunnudagaskóli hvers mánaðar fellur inn í fjölskylduguðsþjónustu í kirkjunni. Annars hefst stundin í guðsþjónustu inni í kirkjurýminu en gestir og kennarar sunnudagaskólans flytja sig fljótlega yfir í safnaðarrýmið.

Hafdís-og-Klemmi-300x200

Það er kærleikur Guðs og hin guðdómlega gleði sem að við leggjum áherslu á í starfi sunnudagaskóla Ástjarnarkirkju. Í vetur munum við syngja, segja sögur, biðja bænir og leika brúðuleikrit á hverjum sunnudegi. Hafdís og Klemmi eru líka fastagestir hjá okkur og heyrum við eitthvað frá þeim alla sunnudaga. Auk fastra liða munum við gera okkur dagamun og brjóta starfið upp á ýmsan hátt með því að fá til okkur góða gesti og hafa suma daga með sérstöku sniði.

Við þökkum Guði fyrir gæsku hans og kærleika og felum honum allt starf sunnudagaskólans og bjóðum ykkur öll, börnin stór og smá, velkomin með okkur að gleðjast yfir elsku Guðs til okkar allra. Guð blessi ykkur öll.

Smelltu hér og skráðu þig á póstlista sunnudagaskólans.