Fjölskylduguðsþjónusta 10. mars kl. 11:00

Báðir kórar kirkjunnar, kirkjukórinn og barnakórinn, munu syngja undir stjórn Keiths Reed í fjölskyldumessunni 10. mars kl. 11:00. Bjarki Geirdal Guðfinnsson, guðfræðinemi og sunnudagaskólakennari mun annast fræðslu. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading

Íslenskunámskeið fyrir nýbúa hefst í Ástjarnarkirkju 12. mars kl. 9:30, Free Course in the Icelandic Language starts 12th March at 9:30

Íslenskukennsla fyrir útlendinga Ástjarnarkirkja í Hafnarfirði býður upp á ókeypis íslenskunámskeið fyrir útlendinga, nýbúa og flóttamenn. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl.9:30 – 11:00. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 12. mars. Staður: Ástjarnarkirkja, Kirkjuvöllum 1, 221 Hafnarfirði. Skráning: kjartan.jonsson@kirkjan.is.   Free Course in the Icelandic Language Ástjarnar-Church in Hafnarfjörður offers a...

Continue reading

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 3. mars, æskulýðsguðsþjónusta kl. 11:00

Árlegur æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar verður haldinn 3. mars. Í tilefni dagsins verður æskulýðsguðsþjónusta í kl. 11:00. Unglingar úr æskulýðsstarfi kirkjunnar aðstoða í guðsþjónustunni og flytja tónlist. Bjarki Geirdal Guðfinnsson guðfræðinemi flytur hugleiðingu. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed. Prestur er sr. Arnór Bjarki Blomsterberg. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading

Síðdegisguðsþjónusta, Mála mitt líf, sunnudaginn 24. febrúar kl. 17:00

24. febrúar kl. 17:00 verður lofgjörðar- og íhugunarguðsþjónusta. Sungnir verða fleiri sálmar en í venjulegri messu. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed. Sigurbjörn Þorkelsson, sem markir þekkja fyrir skrif sín í Morgunblaðinu, mun lesa úr bókum sínum og hafa stutta hugleiðingu í lokin. Sr. Kjartan Jónsson leiðir stundina. Á...

Continue reading

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 3. febrúar kl. 11:00

Fyrsta hvers mánaðar er yfirleitt fjölskylduguðsþjónusta í Ástjarnarkirkju. Sunnudaginn 3. febrúar kl. 11:00munu báðir kórar kirkjunnar syngja, barnakórinn og kirkjukórinn, undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Bjarki Geirdal Guðfinnsson sunnudagaskólakennari annast fræðslu. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading

Starf kirkjuvarðar laust til umsóknar

Ástjarnarkirkja Kirkjuvörður Sóknarnefnd Ástjarnarsóknar auglýsir eftir kirkjuverði við Ástjarnarkirkju í a.m.k 70% starf. Um er að ræða krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt framtíðarstarf. Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með húsnæði sóknarinnar, umsjón með viðburðum og innkaup. Sömuleiðis aðstoð við helgihald og safnaðarstarf, létt viðhaldsvinna, ræsting og þrif. Og önnur tilfallandi...

Continue reading