Messa og sunnudagaskóli 28. apríl kl. 11:00

Sunnudaginn verður messa kl. 11:00. Þemað í kirkjunni fram að hvítasunnu er gleðin yfir upprisunni og því er þetta tímabil kallað gleðidagar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg annast prestsþjónustuna. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Bjarka Geirdal Guðfinnssonar.

Continue reading

Lestur Passísálma í Kálfatjarnarkirkju á föstudaginn langa kl. 14:00

Ástjarnarkirkja og Kálfatjarnarkirkju mynda prestakallið Tjarnaprestakall sem prestarnir sr. Kjartan Jónsson og sr. Arnór Bjarki Blomsterberg þjóna. Boðið verður upp á lestur 10 Passíusálma í Kálfatjarnarkirkju kl. 14:00 á föstudaginn langa, 19. apríl. Gömlu lagboðar Passíusálmarnir verða leiknir á orgel kirkjunnar á milli lestra.

Continue reading

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 á páskadag og morgunverður á eftir

Á páskadag, sunnudaginn 21. apríl kl. 8:00, bjóðum við upp á hátíðarguðsþjónustu þar sem Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Keiths Reed og sr. Kjartan Jónsson annast prestsþjónustuna. Á eftir verður kirkjugestum boðið í góðan páskamorgunverð. Við hvetjum sóknarbörn til að fjölmenna og gleðjast með okkur. Enginn sunnudagaskóli verður þennan dag....

Continue reading

Kötukaffi opnar miðvikudaginn 17. apríl kl. 15:30

Kærleikssamfélagið Kötukaffi, í minningu hennar Kötu sem var einn virkasti safnaðarmeðlimur Ástjarnarkirkju fyrstu árin í sögu safnaðarins, verður opnað miðvikudaginn 17. apríl kl.15.30. Húsið verður opið til kl. 18.00. Kötukaffi er öllum opið en er sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru einmana, félagslega einangraðir og vantar samfélag í hverfinu okkar. Með...

Continue reading

Messa og sunnudagaskóli á pálmasunnudag kl. 11:00

Messa verður á Pálmasunnudag kl. 11:00. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Prestur er sr. Kjartan Jónsson og meðhjálpari Inga Rut Hlöðversdóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Bjarka Geirdals Guðfinnssonar. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading

Messa og sunnudagaskóli 24. mars kl. 11:00

Messa verður sunnudaginn 24. mars kl. 11:00 Kór kirkjunnar syngur við undirleik Keiths Reed. Prestur verður sr. Kjartan Jónsson Hressing og samfélag á eftir. Sunnudagaskóli verður á sama tíma undir stjórn Bjarka Geirdal Guðfinnssonar.

Continue reading

Ferming í Ástjarnarkirkju 23. mars kl. 11:00

Fyrri ferming þessa árs verður laugardaginn 23. mars kl. 11:00. Þá fermast 14 börn. Prestar kirkjunnar annast messuna ásamt kór og tónlistarstjóra. Sérstakur gestur í athöfninni verður Friðrik Karlsson gítarleikari. Fermingardagar eru alltaf hátíðisdagar í lífi kirkjunnar eins og fermingarbarnanna og aðstandenda þeirra. Prestar og starfsfólki kirkjunnar óskar fermingarbörnunum innilega...

Continue reading