Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 3. febrúar kl. 11:00

Fyrsta hvers mánaðar er yfirleitt fjölskylduguðsþjónusta í Ástjarnarkirkju. Sunnudaginn 3. febrúar kl. 11:00munu báðir kórar kirkjunnar syngja, barnakórinn og kirkjukórinn, undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Bjarki Geirdal Guðfinnsson sunnudagaskólakennari annast fræðslu. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading

Starf kirkjuvarðar laust til umsóknar

Ástjarnarkirkja Kirkjuvörður Sóknarnefnd Ástjarnarsóknar auglýsir eftir kirkjuverði við Ástjarnarkirkju í a.m.k 70% starf. Um er að ræða krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt framtíðarstarf. Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með húsnæði sóknarinnar, umsjón með viðburðum og innkaup. Sömuleiðis aðstoð við helgihald og safnaðarstarf, létt viðhaldsvinna, ræsting og þrif. Og önnur tilfallandi...

Continue reading

Bingó fyrir innanstokksmunum í Ástjarnarkirkju

Eldriborgarar Ástjarnarkirkju bjóða til fjáröflunarbingós til kaupa á búnaði í eldhús kirkjunnar laugardaginn 26. janúar kl. 14-16. Glæsilegir vinningar! 1 spjald á 1.000 kr. 2 spjöld á 1.500 kr. 3 spjöld á 2.000 kr. Kaffihús í hléi Posi á staðnum Öll fjölskyldan velkomin Þetta er frábært tækifæri til að sameina...

Continue reading

Ókeypis markþjálfun í Ástjarnarkirkju

Ástjarnarkirkja býður upp á ókeypis markþjálfun. Ýmsir sem tekið hafa grunnnámskeið í markþjálfun þurfa að taka viðtöl við fólk og safna sér tímum til að öðlast réttindi til að fara á framhaldsnámskeið. Margt af þessu fólki er mjög fært í faginu. Nokkrir í þessum sporum og aðrir sem eru þegar komnir...

Continue reading

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 20. janúar kl. 11

Messa verður sunnudaginn 20. janúar kl. 11:00 Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed. Sr. Árnór Bjarki Blomsterberg þjónar fyrir altari, Sr. Kjartan Jónsson prédikar. Hressing og samfélag á eftir. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Bjarka Geirdal Guðfinnssonar. Stuttur fundur með aðstandendum fermingarbarna á eftir.

Continue reading

Fjölskylduguðsþjónusta 13. janúar kl. 11:00

Starf Ástjarnarkirkju er allt að fara í gang eftir hátíðarnar. Fyrsta guðsþjónustan er  fyrir alla fjölskylduna. Bjarki Geirdal Guðfinnsson umsjónarmaður sunnudagaskólans mun annast fræðslu ásamt Arnóri Bjarka Blomsterberg sem verður presturinn í messunni. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Keiths Reed. Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading