Annar sunnudagur í aðventu: Karlakórinn Esja

Aðventumessa verður haldin í Ástjarnarkirkju 8. desember kl. 17.00 sem er annar sunnudagur í aðventu. Tendrað verður ljós á Betlehemskertinu. Karlakórinn Esja mun syngja og leiða söng undir stjórn Kára Allanssonar. Gengið verður að borði Drottins. Prestar kirkjunnar sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna saman við...

Continue reading

Kristniboðsdagurinn í Ástjarnarkirkju, 10. nóvember klukkan 17:00

Messa verður í Ástjarnarkirkju, sunnudaginn 10. nóvember klukkan 17:00. Sérstakur gestur verður Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sem starfaði um árabil sem kristniboði í Afríku. Kári Allansson organisti Ástjarnarkirkju stýrir safnaðarsöng og Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg leiðir stundina. Inga Rut Hlöðversdóttir kirkjuvörður Ástjarnarkirkju eldar heitan kvöldmat sem öllum messugestum er boðið til...

Continue reading

Ljósamessa: 3.nóvember klukkan 20:00

Ljósamessa til styrktar Ljósinu (Endurhæfingarstöð fyrir krabbameinsgreinda) verður í Ástjarnarkirkju sunnudagskvöldið 3. nóvember klukkan 20.00. Athugið, messan er klukkan 20:00 þennan sunnudaginn en ekki klukkan 17:00 eins og venjulega. Tónlistarflutningur er í höndum hjónanna Hjalta Jónssonar og Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur. Guðrún Kristín Svavarsdóttir fjallar um reynslu sína af sjúkdómnum og...

Continue reading

Barnakórinn, Davíð og Golíat í messu, 27.október 2019

Sunnudaginn 27. október klukkan 17:00 verður messa í Ástjarnarkirkju. Barnakór Ástjarnarkirkju ætlar að syngja fyrir okkur á milli þess sem við biðjum bæna, heyrum söguna af Davíð og Golíat og hlustum á örhugleiðingu þar sem lagt er út frá Biblíusögu dagsins. Stjórnandi Barnakórs Ástjarnarkirkju er Helga Loftsdóttir. Organisti: Kári Allansson...

Continue reading

Köllun Móse í messu, 13. október 2019

Sunnudaginn kemur 13. október verður fjölskyldumessa í Ástjarnarkirkju kl. 17.00. Þá verður fjallað um Móse úr Gamla testmentinu sem þið sjáið á meðfylgjandi mynd. En af hverju er hann þarna með horn? Skrýtið, skoðum það á sunnudaginn. Kári Allansson organisti ætlar að stýra okkur í almennum söng. Síðan verður heit...

Continue reading

Jósef og bræður hans

Sunnudaginn 29. september verður guðsþjónusta kl. 17 og verður þar m.a. sögð sagan af Jósef og bræðrum hans. Stundin er um 45 mínútur og að henni lokinni er messugestum boðið upp á kvöldmat. Sr. Arnór leiðir helgihaldið og Kári organisti leiðir safnaðarsöng. Allir velkomnir.

Continue reading

Abraham og Ísak í Ástjarnarkirkju, sunnudaginn 22.september kl: 17:00

Í fjölskyldumessu, sunnudaginn 22.september klukkan 17:00 ætlar Sr. Bolli Pétur að segja söguna af feðgunum Abraham og Ísak. Söfnuðurinn syngur saman undir stjórn organistans Kára Allanssonar. Leiksvæði verður aftast í kirkjusalnum fyrir börn sem vilja dunda sér á meðan þau hlusta á sögur og taka þátt í samsöng. Heitur kvöldmatur...

Continue reading

Málþing um málefni eldri borgara í Ástjarnarkirkju

Ástjarnarkirkja og Félag eldri borgara í Hafnarfirði standa fyrir málþingi í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju að Kirkjuvöllum 1, Hafnarfirði, þriðjudaginn 24. september næstkomandi frá klukkan 14.00 – 16.00. Húsið opnar kl.13.30 Á þinginu verður fjallað um málefni er snúa að daglegu lífi eldri borgara. Dagskrá málþingsins: Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, settur sóknarprestur Ástjarnarkirkju setur...

Continue reading

Örkin hans Nóa, 15. september klukkan 17:00

Næstkomandi sunnudag, 15. september 2019 verður messa í Ástjarnarkirkju, klukkan 17:00 síðdegis. Venju samkvæmt býður Ástjarnarkirkja kirkjugestum uppá heitan kvöldverð að messu lokinni. Að þessu sinni verður boðið uppá kubbasteik, á gamla mátann! Í messunni ætlar Sr. Bolli að segja söguna um syndaflóðið, Nóa, örkina og allt það hafarí sem...

Continue reading

Kaín og Abel í Guðsþjónustu, sunnudaginn 8.september klukkan 17:00

Á sunnudaginn klukkan 17:00 segjum við söguna af Kain og Abel uppá gamla mátann! Já, gott fólk, gömlu góðu loðmyndirnar verða dregnar upp. Verið velkomin í nostalgíu, sögur, söng, bænir og heitan kvöldverð á eftir. Plokkfiskur og rúgbrauð í boði! Prestur: Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg Organisti: Kári Allansson Kirkjuvörður: Inga Rut...

Continue reading