Fjölskylduguðsþjónusta 2. desember kl. 11:00

Aðventan hefst sunnudaginn 2. desember. Það er nýjársdagur í kirkjuárinu. Þá verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Kveikt verður á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Barnakór kirkjunnar syngur. Bjarki Geirdal og sr. Arnór Bjarki annast fræðsluna. Hressing og samfélagsefling á eftir.

Continue reading

Gaflarakórinn kemur í heimsókn 25. nóvember

Við fáum Gaflarakórinn í heimsókn í messu  sunnudaginn 25. nóvember kl. 11:00. Hann verður í hlutverki kirkjukórs. Stjórnandi hans er Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir. Keith Reed tónlistarstjóri kirkjunnar annast undirleik og prestur verður sr. Kjartan Jónsson. Félagar úr starfi eldri borgara kirkjunnar lesa ritningarlestra. Sunnudagaskóli á sama tíma eins og venjulega undir...

Continue reading

Eldri borgarar gefa kirkjunni

Eldri borgarar Ástjarnarkirkju bera mikla umhyggju fyrir kirkjunni sinni. Þeir hafa fært henni tvær höfðinglegar gjafir, nauðsynleg tæki í eldhúsið, annars vegar uppþvottavél og hins vegar eldavél sem hjónin Hallgrímur Gísli Friðfinnsson og Anna Lísa Jóhannesdóttir gáfu. Hjartans þakkir!

Continue reading

Messa og sunnudagaskóli 18. nóvember kl. 11:00

Eins og venjulega verður messa kl. 11:00 á sunnudaginn. Rætt verður um kristniboð en árlegur kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar var 11. nóvember. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Keiths Reed. Prestur er sr. Kjartan Jónsson Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Bjarka Geirdal Guðfinnssonar Hressing og samfélag á eftir.

Continue reading