Sr. Arnór Bjarki settur í embætti í Kálfatjarnarkirkju 11. nóvember kl. 11:00

Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg nýr prestur í Tjarnaprestakalli (Ástjarnarkirkja og Kálfatjarnarkirkja) verður settur formlega í embætti prests í prestakallinu 11. nóvember kl. 11:00. Messan verður í Kálfatjarnarkirkju en síðan verður veislukaffi á eftir. Það er mikið fagnaðarefni og langþráður draumur að fá viðbótarprest í þetta fjölmenna prestakall. Öll sóknarbörn Ástjarnarsóknar...

Continue reading

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 21. október kl. 11:00

Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson sóknarprestur emeritus mun annast guðsþjónustuna þennan dag. Ásamt honum munu báðir kórar kirkjunnar, barnakórinn og kirkjukórinn, syngja undir stjórn Keiths Reed. Sunnudagaskóli verður á sama tíma undir stjórn Bjarka Geirdal Guðfinnssonar. Hressing og samfélag á eftir. Sr. Arnór Bjarki er á haustmóti æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar austur á

Continue reading

Fjölskylduhátíð Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði og Garðabæ

Fjölskylduhátíð Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldin í Víðistaðakirkju sunnudaginn 7.október klukkan 11:00. Við í Ástjarnarkirkju stefnum á að hittast í kirkjunni klukkan 11:00 og sameinast í bíla, eins og hægt er klukkan 11:15 og halda þá af stað í Víðistaðakirkju. Þetta stefnir í hörkuskemmtun; hoppukastalar, söngleikur, barnakórar, andlitsmálning,...

Continue reading